Okkar nálgun.

Einfaldar lausnir við flóknum vandamálum eru okkar sérsvið.

Einfaldar lausnir við flóknum vandamálum eru okkar sérsvið.

Við erum eins mismunandi og við erum mörg. Öll eigum við það þó sameiginlegt að nota tækni í okkar daglega lífi. Það verður því sífellt mikilvægara að uppfylla strangar kröfur fólks um notendavænar lausnir og einfalt aðgengi að flóknum kerfum. Þar komum við til sögunnar.

Hljómar vel, hvað þarf ég að gera?

Fyrsta skrefið er að heyra í okkur. Við mælum okkur mót á tíma sem hentar þér, fáum okkur kaffi og kynnumst. Saman komumst við svo að því hvaða stafrænu lausnir þú þarft til að styðja við þína þjónustu.

Samvinna og samsköpun

Það er lykilatriði að við vinnum þetta þétt og vel saman, því þú þekkir þína þjónustu langbest. Okkar hlutverk er að spyrja réttu spurninganna og vinna út frá svörunum. Að því loknu ættum við að geta svarað því fyrir hvað þú stendur, hver raunstaðan er og hvar þínar helstu áskoranir og tækifæri liggja.

Notendamiðuð nálgun

Þegar við höfum fengið góða mynd af þér er komið að því að skilja þarfir þeirra sem nota þjónustuna þína. Hvaða fólk er þetta og hvernig náum við til þeirra? Hverjar eru þeirra helstu þarfir, hindranir og væntingar og hvernig getum við komið til móts við alla þessa þætti?

Fulla ferð áfram

Þegar traust hefur myndast og markmiðin eru skýr þá hellum við okkur út í að skapa fallega og aðgengilega stafræna lausn sem sem uppfyllir bæði þarfir þínar og notenda þinna. Hönnuðir, forritarar, verkefnastjórar og sérfræðingar í notendaupplifun fara með þér í gegnum ferlið og saman vinnum við að lausn sem endurspeglar fyrirtækið þitt. Áferð og útlit skiptir auðvitað máli, en aðgengilegt viðmót og jákvæð notendaupplifun er það sem mun hjálpa þér að skara framúr.

Hvað gerum við?

Greining

Hönnun

Stafrænir ferlar

Eftirfylgni

Það besta við Norda er að enginn dagur er eins. Verkefnin eru fjölbreytt og við reynum stöðugt að mæta áskorunum á skapandi hátt í síbreytilegu umhverfi þar sem tækniþróun er hröð. Þannig vinnum við að því að finna góðar lausnir með okkar samstarfsaðilum.

Edda Steinunn Rúnarsdóttir - Vefforritari

Edda Steinunn Rúnarsdóttir

Vefforritari

Útkoman

Útkoman er falleg og notendavæn lausn sem virkar hratt og vel. Tæknilegar lausnir sem uppfylla þarfir notenda koma þér í lykilstöðu til að styrkja samband þitt við núverandi viðskiptavini og laða að þér nýja.