Er nauðsynlegt að vera með hönnunarkerfi? 🤔
Orri Svavar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri
10. janúar 2023
3 mín lestur
Fyrirtæki og stofnanir virðast vera byrjuð að gera sér grein fyrir mikilvægi hönnunarkerfa og því langar mig aðeins til þess að ræða almennt um hönnunarkerfi og hvað það getur gert fyrir þig.
Hönnunarkerfi er sameiginlegt safn af endurnýtanlegum hönnunareiningum, skjölun og reglum. Starfsmenn geta svo notað þessar einingar til þess að skapa virðisaukandi lausnir fyrir sitt fyrirtæki. Hönnunarkerfið sjálft getur svo verið mismunandi eftir stærð fyrirtækja og þörf teyma hverju sinni. Sem dæmi inniheldur hönnunarkerfi m.a takka, töflur, liti, letur osfrv.
Hverjir eru kostir þess að vera með hönnunarkerfi?
Í dag eru mörg fyrirtæki og stofnanir ekki einungis með vefi. Þau bjóða upp á Þjónustusíður, öpp, og annan hugbúnað sem þeirra viðskiptavinir nota á hverjum degi. Stöðuleiki kemur frá því að hafa hlutina eins, til þess að notandinn þekki vel og líði vel í umhverfinu sem hann er í. Hönnunarkerfi passa upp á þennan stöðuleika.
Mikill tímasparnaður fylgir góðu hönnunarkerfi. Hönnuðir eiga einfaldara með að vinna að sama markmiði. Hægt er að skapa nýjar lausnir eða viðbætur á núverandi kerfum með þeim einingum sem nú þegar er búið að hanna. Í stað þess að hönnuðir séu að nota sinn tíma til þess að endurhanna svipaðar einingar og eru nú þegar til staðar þá getur hann notað sinn tíma til þess að hugsa um nýjar leiðir til þess að skapa betri lausnir. Með því móti minkar hönnunarskuld fyrirtækisins og stöðuleikinn á útlitinu er haldið til haga. Öll hönnunin er á einum og sama staðnum og allir vita nákvæmlega hvert á að leita. Það sparar fjármuni og tíma og er virðisaukandi fyrir fyrirtæki.
Verkefni geta innihaldið erlenda viðskiptavini eða teymi sem vinna á milli landa og þá er hönnunarkerfi nauðsynlegur mikilvægur þáttur í þróunarferlinu. Einnig hjálpa hönnunarkerfi við það að koma nýjum teymismeðlinum hratt inn í þróunarferla.
Gott er að hafa í huga að það þarf að halda vel utan um hönnunarkerfi annars getum þau fljótt orðið úreld og íþyngjandi fyrir fyrirtækið. Hönnunarkerfið þarf að vaxa og dafna með fyrirtækinu og því þarf einstakling sem ber ábyrgð á kerfinu og tekur ákvarðanir um stefnu, skjölun og framtíð kerfisins en misjafnt er hversu strangar reglur eru um kerfið. Ef það er gert á réttan hátt getur gott kerfi umbylt hönnunarhluta og þróunarferlum fyrirtækja og stofnana til hins betra.
Ræddu við okkar sérfræðinga ef þú hefur áhuga á að fræðast nánar um hönnunarkerfi.
Hönnun
Hönnunarkerfi