Laus störf.
Viltu vera memm?
Viltu vera memm?
Í nútímasamfélagi er stórum hluta dagsins varið í vinnunni. Þess vegna er það okkur hjartans mál að skapa heilbrigt starfsumhverfi þar sem öllum líður vel og hæfileikar allra ná að blómstra. Hjá Norda starfar blanda af ólíkum einstaklingum sem nýtur þess að vinna saman. Okkar vinnu er stýrt af vináttu, samvinnu, ábyrgð og virðingu. Við tökum hugmyndum og gagnrýni fagnandi og trúum því að hver einstaklingur skipti máli.
Það sem við bjóðum okkar fólki.
- Stytting vinnuvikunnar
- Fjölbreytt verkefni í nútímalegum tæknistakk
- Fjölskylduvænt fyrirtæki með sveigjanlegri viðveru
- Fyrsta flokks karíókí græja
- Tækifæri til að vinna í teymi með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki
- Umhverfi þar sem allir hafa rödd
- Tölvubúnaður að eigin vali
- Virk skemmtinefnd sem skipuleggur smærri og stærri viðburði mjög reglulega
- Niðurgreiddur hádegismatur og fullur ísskápur af snarli
- Net- og símastyrkur
- Samkeppnishæf laun
Hljómar vel! Má ég vera með?
Við erum ekki að leita að starfsfólki akkúrat núna en erum sífellt með augun opin fyrir góðu fólki. Ef þú telur þið mögulega verið púslið sem vantar í okkar samheldna hóp þá hvetjum við þig til að senda okkur línu á atvinna@norda.is