Mínar síður fyrir alla kennara
Norda og Kennarasamband Íslands hafa átt í góðu samstarfi síðastliðin ár og tók það samstarf nýjan vinkil í vetur þegar við þróuðum í sameiningu Mínar síður fyrir félagsmenn þessa fjölmenna stéttarfélags kennara og skólastjórnenda.
Hönnun
Mínar síður
Notendaupplifun
Forritun
Þjónustugátt
Umsókn
Notendavænt viðmót
Markmiðið með nýjum Mínum síðum KÍ er bjóða upp á einfalt en um leið öflugt tól sem hægt er að nota til að sækja um styrki, fá yfirlit yfir stöðu umsókna og tengjast starfsmönnum sambandsins á skilvirkan hátt. Með notendavænu viðmóti höfum við auðveldað kennurum aðgang að mikilvægum upplýsingum og úrræðum.
Mínar síður halda utan um og birta þá styrki sem félagsmenn eiga rétt á, leyfa þeim að sækja um fyrrnefnda styrki á eindaldan hátt og fylgjast með stöðu þeirra þegar kemur að afgreiðslu og útborgunum. Kerfið býður líka upp á kosningakerfi þar sem félagsmenn geta kosið í kosningum settum upp af starfsmönnum sambandins. Allar umsóknir og kosningar eru síaðar eftir aðildarfélögum þannig að starfsmenn sjá einungis þær upplýsingar sem eiga við þeirra skráningu. Í kerfinu er einnig gagnvirkt fyrirspurnar- og málakerfi sem einfaldar samskipti enn frekar og hjálpar félagsmönnum að senda inn og fá svör við öllum þeim spurningum sem kunna að vakna.
Það er mikilvægt að eiga virkt samtal við notendur, hlusta á þarfir þeirra og búa til lausnir sem eru einfaldar, öflugar og notendavænar. Góð lausn bætir aðgengi og samskipti milli félagsmanna og starfsmanna Kennarasambandsins og býður upp á sveigjanleika fyrir framtíðarþróun.
Starfsfólk Norda hefur leyst verkefnið vel úr hendi, er lausnamiðað og sveigjanlegt. Samstarfið er markvisst og forritararnir og vefhönnuðirnir naskir að leysa úr oft og tíðum flóknu samspili vefsins, bókhalds- og félagakerfis og málakerfis sem Kennarasambandið notast við.
Þorbjörn Rúnarsson - tæknitengill KÍ
tæknitengill KÍ
Með hugbúnaðarlausninni Grunni smíðum við fullbúna þjónustugátt fyrir fyrirtæki á kostnaðarminni og hraðvirkari máta en nú þekkist. Við höfum hafið innleiðingu á Grunni hjá fjölda viðskiptavina og hlökkum til að kynna kerfið fyrir þeim sem vilja bæta þjónustu sína enn frekar.