Margt veltur á íslenskum sjávarútvegi
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gæta hagsmuna þeirra er starfa í sjávariðnaði. Vefsíða SFS geymir bæði upplýsingar um baráttumál eins og kjara- og umhverfismál og einnig skemmtilegan fróðleik og töfræðiupplýsingar sem snúa að sjávarútveginum á einhvern hátt.
Ráðgjöf
Forritun
Hönnun
Vefur
Siglt hraðbyri í átt til nútímans
Markmiðið með nýrri vefsíðu SFS var í fyrsta lagi að uppfæra og nútímavæða útlit, einfalda veftré og aðgengi upplýsinga fyrir notendur. Í öðru lagi að vera miðlæg rödd íslensks sjávarútvegs og fiskeldis út á við. Í þriðja lagi að koma starfi skrifstofu SFS á framfæri á sem skilvirkastan og áhrifaríkastan hátt.
Ný vefsíða Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi nýtir liti og form frá merki samtakanna, sem er samtvinnað við hið fallega myndefni sem sjávarútvegurinn býr yfir og myndar heildarútlit síðunnar.
Vefsíðunni er gert að setja fjölbreytni í sjávarútvegi í forgrunn og setja áhugaverðar upplýsingar um sjávarútveginn fram á skemmtilegan og myndrænan hátt.
Skölun og einfaldleiki
Nýjum vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ætlað að bæta úr ágöllum á eldri vef. Vefurinn þurfti að vera skrifaður þannig að hann væri skalanlegur, auðskiljanlegur, einfaldur í notkun og gæti ráðið við breytilegar þarfir SFS.
Leitað var hófanna hjá nokkrum fyrirtækjum og niðurstaðan varð sú að ganga til samninga við Norda. Það reyndist klók ráðstöfun og samstarfið við Norda gekk vonum framar og allt stóð eins og stafur á bók.
Daníel Agnarsson - tölvunarfræðingur
tölvunarfræðingur