Þjónustgátt sem leysir þarfir þinna viðskiptavina

Síðastliðið ár hefur þróunarteymi Norda unnið hörðum höndum að gerð nýrrar hugbúnaðarlausnar. Lausnin ber heitið Grunnur og gerir okkur kleift að smíða fullbúna þjónustugátt, einnig oft kallað mínar síður, fyrir stofnanir og fyrirtæki á einstaklega hraðvirkan máta.

Með Grunni höfum við einfaldað uppsetningu þjónustugátta svo um munar og spörum þannig fyrirtækjum þann kostnað og tíma sem almennt fylgir því að sérsmíða slíka lausn frá grunni.

Hugbúnaðarþróun

Hönnun

Mínar síður

Þjónustugátt

Lausn

En hvað er þjónustugátt?


Kröfur viðskiptavina til stafrænnar þjónustu eru sífellt að aukast og er því rík þörf hjá fyrirtækjum eftir þjónustugátt. Með slíkri gátt auka fyrirtæki þjónustu til sinna viðskiptavina og um leið skilvirkni í rekstri. Viðskiptavinir skrá sig inn á þjónustugátt með öruggri rafrænni innskráningu og nálgast sína reikninga og hreyfingaryfirlit á einum stað án aðkomu þjónustufulltrúa.

Fyrirtæki veigra sér þó oft við uppsetningu þjónustugátta vegna þess hversu tímafrek og kostnaðarsöm hugbúnaðarþróun getur verið. Með Grunni höfum við leyst þann vanda og getum nú sett upp þjónustugátt fyrir þitt fyrirtæki á nokkrum vikum í stað mánaða.

Grunnur býr yfir fjölda eiginlega, m.a. eftirfarandi:

Við höfum nú þegar hafið innleiðingu á Grunni hjá fjölda viðskiptavina og við hlökkum til að kynna kerfið fyrir þeim sem vilja bæta þjónustu sína enn frekar.