Nýtt skráningarkerfi Landsnets fyrir bilanir í raforkukerfi
Hugbúnaðarþróun
Greiningarvinna
Hönnun
Notendaupplifun
Forritun
Hönnun vörumerkis
Hefð er fyrir því hjá Landsnet að nota heiti á fossum fyrir hin ýmsu kerfi innanhúss og þótti okkur hjá Norda tilvalið að fylgja þeirri góðu hefð. Nýja skráningarkerfið hlaut nafnið Dynkur eftir hinum fagra fossi í Þjórsá sem byggist upp af mörgum smáfossum sem saman mynda eitt fossakerfi, ekki ósvipað þeim mörgu öngum sem ein truflanaskráning samanstendur af. Við sóttum svo innblástur í heiti kerfisins við hönnun á logo sem er teiknað með foss í huga.