Nýtt skráningarkerfi Landsnets fyrir bilanir í raforkukerfi

Í samvinnu við Landsnet þróaði Norda nýjan hugbúnað til að einfalda skráningar og veita nákvæma yfirsýn yfir bilanir í raforkukerfi landsins.

Landsnet rekur og viðheldur flutningskerfi raforku á Íslandi og eru truflanir hluti af daglegum rekstri þess. Gríðarlega mikilvægt er að halda utan um skráningu þessa truflana en í gegnum tíðina hefur sú vinna verið tímafrek og flókin. Til að leysa þann vanda hóf Landsnet þá vegferð með okkur að þróa nýtt skráningarkerfi bilana sem hlotið hefur heitið Dynkur.

Hugbúnaðarþróun

Greiningarvinna

Hönnun

Notendaupplifun

Forritun

Notendaupplifun og einfaldleiki í fyrirrúmi

Þó notendur verði þess sjaldnast varir þá koma daglega upp truflanir í raforkukerfi landsins. Hver truflun felur í sér vinnu sem stýrt er af stjórnstöð Landsnets sem er í samskiptum við framleiðendur, dreifiveitur og aðra sem við á. Gögnin á bak við truflanir eru viðamikil og flókin. Skráningarferli hefur löngum hægt á skilvirkni sérfræðinga í stjórnstöð því skráning gagna er tímafrek og viðmót flókið og því einungis á valdi örfárra starfsmanna að sinna þessu mikilvæga verkefni. 

Með nýju skráningarkerfi vildum bæta úr þessu og tryggja að allt starfsfólk stjórnstöðvar getið notað kerfið. Notendaupplifun og einfaldleiki var því í algjörum forgangi hjá okkur við þróun Dynks. Viðmót kerfisins er einfalt og getur starfsfólk nú skráð tilvik í kjölfar truflunar á einfaldan hátt með öryggi, nákvæmni og skilvirkni í fyrirrúmi. 

Hönnun vörumerkis

Hefð er fyrir því hjá Landsnet að nota heiti á fossum fyrir hin ýmsu kerfi innanhúss og þótti okkur hjá Norda tilvalið að fylgja þeirri góðu hefð. Nýja skráningarkerfið hlaut nafnið Dynkur eftir hinum fagra fossi í Þjórsá sem byggist upp af mörgum smáfossum sem saman mynda eitt fossakerfi, ekki ósvipað þeim mörgu öngum sem ein truflanaskráning samanstendur af. Við sóttum svo innblástur í heiti kerfisins við hönnun á logo sem er teiknað með foss í huga.