og notendavæn vefsíða fyrir sveitarfélögin

Ný vefsíða Sambands íslenskra sveitarfélaga var þróuð með það í huga að skapa öflugan vettvang sem auðveldar upplýsingaflæði og eflir samvinnu íslenskra sveitarfélaga.

Sveitarfélögin okkar takast á við fjölbreyttar áskoranir og er stafræn þróun gríðarleg mikilvæg til að geta brugðist við þeim. Mikil hagræðing felst í samvinnu sveitarfélaganna fyrir íslenskt samfélag og því brýn nauðsyn að vefsíða Sambandsins uppfylli stafrænar kröfur.

Ráðgjöf

Forritun

Hönnun

Vefur

Leitarvirkni og upplýsingaflæði lykilatriði

Teymi Sambandsins leitaði til Norda í þörf eftir nýrri vefsíðu. Markmiðið var að bæta aðgengi upplýsinga bæði fyrir starfsmenn sveitarfélaga sem og almenning. Þarfirnar voru skýrar - leitarvirkni skyldi vera með besta móti, vefurinn átti að mæta nútímakröfum varðandi útlit og skölun ásamt því að tengjast ytri þjónustum við birtingu gagna.

Efnið sem notendur leita eftir á vefnum er fjölbreytt og umfangsmikið. Því var lögð áhersla á leiðarkerfi vefsins (e. navigation) í greiningar- og hönnunarfasa til að geta miðlað efni á einfaldan og hnitmiðaðan hátt. Samhliða þessari vinnu fékk vörumerki Sambandsins upplyftingu með ferskari litapallettu, nútímalegra leturvali og fallegum myndum, sem vefsíðan endurspeglar.

Mig langaði bara að þakka ykkur fyrir frábært samstarf, mér fannst þetta ganga alveg ótrúlega vel og gott að vinna með ykkur öllum. Þetta var langþægilegasta ferli sem ég hef tekið þátt í þegar kemur að því að smíða nýjan vef og ég mun hiklaust mæla með ykkur út um allan bæ.

Grétar Sveinn Theodórsson - samskiptastjóri Sambandsins

Grétar Sveinn Theodórsson

samskiptastjóri Sambandsins

Gott aðgengi upplýsinga mikilvægt

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að eflingu sveitarfélaganna og hagsmunamálum þeirra. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og sinnir mikilvægu fræðslu- og samræmingarhlutverki ásamt hagsmunagæslu bæði gagnvart íslenska ríkinu og öðrum aðilum. Það gefur auga leið að með svo umfangsmikla starfsemi þurfi vefsíða Sambandsins að vera í stakk búin til að spila stórt hlutverk í þeirra verkefnum en heimsóknir á vefinn eru að meðaltali 15 þúsund í hverjum mánuði.

Nýr samband.is fór í loftið á stærsta viðburði Sambandsins, Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, þann 10. október og fékk frábær viðbrögð. Á vefnum má finna meðal annars fræðsluefni, fundargerðir, námskeið og mælaborð með tölulegum gögnum – allt í þeim tilgangi að bæta aðgengi og yfirsýn notenda.

Við hjá Norda erum þakklát fyrir ánægjulegt samstarf með Sambandinu og vel heppnaðan vef sem uppfyllir þau markmið sem skilgreind voru í upphafi.

Höfum fengið mjög góð viðbrögð frá fólki sem við höfum talað við og margir sem skoðuðu heimasíðuna á fjármálaráðstefnunni.

Dagný Edda Þórisdóttir - sérfræðingur í stafrænni þróun

Dagný Edda Þórisdóttir

sérfræðingur í stafrænni þróun